Blog Layout

Dansdagurinn 23. mars

Dansdagur Komið og Dansið | 23. mars 2024

Nýlega hefur Komið og dansið hefur verið með dansdaga þar sem boðið hefur verið upp á örnámskeið fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Dansdagarnir enda svo með dansleik um kvöldið þar sem boðið er upp á blandaða tónlist og hægt verður að rifja upp námskeið dagsins. 

Námskeiðin eru kennd af lærðum leiðbeinendum Komið og dansið.

Dansdagurinn 23. mars býður upp á fjölbreytta dagskrá þar sem hægt verður að velja úr einu eða fleirum námskeiðum,  m.a. swing fyrir byrjendur, línudans og fleira. 

Dagskrá: 
11:00 - 12:00 Fasting swing (byrjendur)
12:15 - 13:15 2 step
13:30 - 14:30 Bugg byrjendur
14:45 - 15:45 Bugg framhald
16:00 - 17:00 Línudans
20:00 - 23:30 Dansleikur

Verðskrá: 
Stakt námskeið: 1000,- 
Dansleikur: 2.000,-
Öll námskeið + dansleikur: 4.000 ,-

Skráningar er ekki krafist en hægt er að tryggja sér pláss hér að neðan.
Skráning
26 Apr, 2024
Við fögnuðum sumrinu með byrjendabuggnámskeiði kl.19.00 - 20:00 með feikna góðri mætingu. Síðan var okkar hefðbundna danskvöld á eftir sem lauk kl. 22.30 og voru sumir búnir að dansa gat á skóbotnana sína. Næsta danskvöld verður fimmtudaginn 2.maí en danskvöld sem vera átti 4.maí er frestað til 25.maí.
28 Mar, 2024
Góða mæting á námskeiðin en við höfðum stutt námskeið í byrjenda swingi, 2 step og línudansi, byrjenda og framhaldsnámskeið í buggi. Góð mæting á dansinn um kvöldið en þar spilaði Páll á hljómborð og Hans Wium spilaði lög af tölvu og skiptu þeir með sér kvöldinu og var því músíkin mjög fjölbreytt.
Share by: